RÆÐISSKRIFSTOFA SPÁNAR

Íslenska Spænska

Ræðisskrifstofa Spánar er annars opin á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 10 til 14.
Suðurgötu 22, 101 Reykjavík.Sími 565 1234 e-mail: consul@espana.is

 

Verið velkomin á heimasíðu skrifstofu ræðismanns Spánar á Íslandi!

Mér er heiður að því og sönn ánægja að vera ræðismaður Spánar á Íslandi. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Spánar, spænskrar tungu og menningar og það gleður mig að fá tækifæri til að efla tengsl Íslands og Spánar.

Þessi heimasíða er ætluð bæði Spánverjum sem óska eftir upplýsingum um Ísland og Íslendingum sem leita upplýsinga um Spán. Við vitum að áhugasviðin eru ótal mörg og varða m.a. viðskipti, menningu og ferðaþjónustu en líka almennar fréttir, efnahagsmál, vísindi og tækni í löndunum báðum. Við gerum okkar besta til að finna þær upplýsingar sem beðið er um og miðla þeim eða vísa á þá aðila sem þær geta veitt. Heimasíðan er einnig með ýmsar ábendingar og krækjur á fjölmargar upplýsingasíður í báðum löndunum, sem koma að gagni við upplýsingaleit.

En heimasíðan er þó sérstaklega sniðin að þörfum spænskra ríkisborgara sem dvelja á Íslandi til skemmri eða lengri tíma, hinna mörgu sem hér eru búsettir og svo þeirra sem eru hér á ferðalagi. Það er svo ótal margt sem upp getur komið og ýmis vandamál sem erfitt getur verið að ráða fram úr. Ræðismannsskrifstofan mun reyna að veita þá aðstoð sem unnt er í öllum tilvikum.

Við leggjum okkur fram um að fylgjast vel með og koma á framfæri gagnlegum upplýsingum hér á heimasíðunni og þætti vænt um að heyra frá ykkur ef þið sjáið eitthvað sem betur mætti fara eða að gagni koma.
Sendið okkur tölvupóst eða hringið i okkur!

Með bestu kveðjum,

Friðrik Steinn Kristjánsson
Ræðismaður Spánar á Íslandi

Hafið samband -

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar

Við erum hér -

Margrét Jónsdóttir vararæðismaður Hafið samband